154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:58]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Hv. þingmenn Viðreisnar hafa komið upp í þessari atkvæðagreiðslu og lýst þeirri skoðun sinni að hér sé rangur taktur sleginn. Þetta er frumvarp sem við styðjum ekki og þar af leiðir að teljum við rétt að sitja hjá í þeim breytingartillögum sem meiri hlutinn leggur fram. Það þýðir ekki að ýmsar þeirra séu ekki góðar og gildar, en aðrar mjög slæmar. Meðal þess sem er erfitt að sitja hjá við er þegar verið er að auka t.d. framlög til Landhelgisgæslunnar sem er sannarlega ekki ofalin. Við hefðum viljað sjá betur gert þar. Við hefðum viljað sjá forgangsröðun ríkisfjármála á þann hátt að þar hefði verið hægt að styðja Gæsluna mun betur. Sama á t.d. við um þennan lið hér, dæmin eru fleiri, varnir gegn náttúruvá. Hér höfum viljað sjá betur í lagt, til að mynda þannig að ekki þyrfti sérstaklega að skatta á heimili landsins þegar svo ber undir.